Manuscriptorium

Manuscriptorium verkefnið býður upp á sýndarumhverfi fyrir rannsóknir og opnar aðgengi að öllum stafrænum gögnum sem til eru á sviði ritaðra heimilda (handritum, vögguprenti, gömlum prentuðum bókum, kortum, fornbréfum og fleiri tegundum skjala).

Þessar sögulegu heimildir sem eru dreifðar milli stafrænna bókasafna um víða veröld eru nú aðgengilegar gegnum eina vefgátt sem opnar beint aðgengi að meira en 5 milljónum stafrænna mynda.

Vefgáttin var hönnuð til þess að auðvelda leit og skoðun gagnanna og gerir notendum kleift að byggja upp eigin söfn gagna og sýndarskjöl.

Söfn sem veita aðgengi að gögnum sínum gegnum vefgáttina geta hagnýtt sér ýmsa þjónustu og tæki sem þróuð hafa verið til þess að auðvelda samsöfnun og samþættingu mismunandi stafrænna gagna.

Leit í gagnagrunninum

Veldu þá leit sem hentar þér best.

Búðu til þitt eigið gagnasafn

Notendur jafnt sem þeir er yfir gögnunum ráða geta myndað sín eigin sýndarsöfn úr þeim gögnum sem hér hefur verið safnað saman. Hægt að safna gögnum skipulega saman eftir einstaklingsbundum þörfum; búa til ný sýndarskjöl og deila árangri af leit og vinnu með nemendum, samstarfsmönnum og öðrum notendum

Þýðing á gagnalýsingum

Auk fjöltyngdar leitar í gagnaskráningu er unnt að nýta sér þýðingarvél sem Systran S.A. hefur lagt til. Þá er einnig gefinn kostur á því að lagfæra þýðingar í gegnum þar til ætlaða tengingu.

Slástu í hópinn með okkur

Varðveitir stofnun þín sögulegar heimildir og mundir þú vilja ganga til samstarfs við Manuscriptorium? ENRICH verkefninu fer nú ljúka innan skamms en ennþá bjóðum við nýja samstarfsaðila velkomna – hikaðu ekki við að hafa samband við okkur.

Að búa til ný gögn

Við styðjum við gerð nýrra lýsigagna fyrir stafræn gögn sem þegar eru fyrir hendi. Ef lýsigögn vantar fyrir almenna lýsingu og formgerð stafrænna mynda og ef óskað er eftir varanlegum og samvirkum stafrænum gögnum sem byggja á TEI P5 XML er hægt að nota M-Tool Online ritilinn okkar sem er til þess sniðinn.

Að hlaða inn TEI P5 skjölum

Ef TEI P5 ENRICH lýsigagna-forsögn er notuð við gerð stafrænna skjala geta þau skjöl runnið beint inn í Manuscriptorium gegnum þar til ætlaða hleðslutengingu. Hafi hins vegar annað lýsigagnasnið verið notað skal haft samband við okkur fyrst til þess leggja á ráðin um það hvernig samskiptum verði best háttað.

Að breyta lýsigöngum í beinni tengingu

ENRICH Garage Engine (EGE) er notuð til þess að færa lýsigögn milli ólíkra sniða í beinni tengingu.

Notkun sértákna og myndtákna

ENRICH Gaiji Bank er nú aðgengilegur til notkunar. Nú er hægt að nota sjaldgæf rittákn og myndtákn (sem oft koma fyrir í eldri tungumálum) í lýsigögnum fyrir eldri heimildagögn.

Þessari þjónustu var komið á fót með fjárhagslegum stuðningi Evrópusambandsins við ENRICH ECP 2006 DILI 510049 verkefnið sem styrkt var af eContent+ programme.

Stafrænt evrópskt handritasafn